Unglingurinn og sakaskráin
Það getur verið flókið að vera unglingur, það verða miklar breytingar á lífinu og tekin eru fyrstu skrefin sem fullorðið fólk. Það er mjög mikilvægt að á þessum mótunarárum geri unglingar sér grein fyrir þeim réttindum og skyldum sem þau öðlast með aldrinum
Afbrot á unglingsárum
Afbrot sem framin eru á unglingsárum geta haft alvarlegar afleiðingar og fylgt viðkomandi alla ævi. Það er ósk okkar að foreldrar og unglingar gefi sér tíma til að ræða þessi mál og vonum að upplýsingar á þessari síðu séu gagnleg í því samhengi.
Tímamót
Í gegnum unglingsárin eru ýmis tímamót og með aldrinum koma aukin réttindi, en þeim fylgja líka skyldur.
- 15 ára
- Verða sakhæf og geta tekið próf á létt bifhjól.
- 16 ára
- Skólaskyldu líkur við útskrift úr grunnskóla og hefja má ökunám.
- 17 ára
- Geta tekið bílpróf (almenn ökuréttindi).
- 18 ára
- Fá kosningarétt og verða lögráða
- 20 ára
- Geta keypt og neytt áfengis
Sérstakar þakkir
Sakavottorð
Í sakaskrá eru færðar upplýsingar um þá einstaklinga sem gerst hafa sekir um brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Sakavottorð er formlegt skjal sem einstaklingur getur óskað eftir og sýnir sakaskrá viðkomandi, yfirleitt öll lögbrot ævilangt og refsingar síðustu 5-10 árin.
Hvort vottorðið er betra veganesti í lífinu?
Hverjir skoða sakavottorð?
Ýmsir aðilar geta óskað eftir sakavottorði t.d. atvinnurekendur, menntastofnanir, leigusalar og opinberar stofnanir.
- Dómstólar
- Dómstólar óska eftir sakavottorði ákærðra og er t.d. tekið tillit til fyrri brota við ákvörðun refsingar.
- Atvinna
- Atvinnurekendur hafa í auknum mæli óskað eftir sakavottorði þegar sótt er um vinnu og er þess oft krafist að fólk geti framvísað hreinu vottorði.
- Ferðalög
- Hreint sakavottorð er sums staðar forsenda þess að íslenskir ríkisborgarar geti ferðast til viðkomandi lands og dvalið í því. Mörg ríki hafa hert slíkar reglur á síðustu árum.
Sakavottorð og menntun
Ýmsar menntastofnanir hérlendis og erlendis skoða sakavottorð þegar verið er að skoða umsækjendur um nám. Því er betra að vera með hreint sakavottorð þegar sótt er um nám.